Flatarmál og ummál

Flatarmál segir okkur hversu stórt svæði form þekur.
Þegar við mælum flatarmál notum við mælieiningar eins og fersentimetra, fermetra og ferkílómetra.
Flötur með flatarmálið 1 fersentimetra jafngildir svæðinu sem ferningur með hliðar að lengd 1 sentimeter fyllir, þar eru hliðarlengdir margfaldaðar saman og fáum við því fersentimetra. Til eru ýmsar formúlur til að reikna út flatarmál mismunandi forma.

Ummál segir okkur hversu löng vegalengd er utan um form.
Hægt er að reikna út ummál alla marghyrninga með því að leggja saman allar hliðarlengdir marghyrningsins.

Sýnidæmi

Hér til hægri er loftmynd af palli sem verið er að byggja. Hvað þarf marga fermetra af pallaefni til að leggja á pallinn? Hvernig er fundið flatarmál fyrir ferhyrninginn hér til hægri?

Ef við fáum gefið að hver og einn ferningur í stóra ferhyrningnum (pallurinn okkar) hefur hliðarlengdina 1 metra þá vitum við að flatarmál hvers fernings er 1 fermetrer. Einfaldast er þá að telja ferningana til að vita hversu mikið pallaefni þarf, í þessu tilviki er pallurinn 12 fermetrar.

Nú ætlum við að leggja girðingu hringinn í kringum pallinn, hve löng verður girðingin? Hvernig er fundið ummál fyrir ferhyrninginn?

Við höfum gefið okkur að hver og einn ferningur hefur hliðarlengdina 1 metri. Aftur teljum við ferninga, en núna teljum við hve margir ferningar eru á hverri hlið.
Á norðurhlið pallsins þarf 4 metra langa girðingu, á austurhlið þarf 3 metra, á suðurhlið þarf 4 metra og á vesturhlið þarf 3 metra. Eru þá hliðarlengdir pallsins fjórir, þrír, fjórir og þrír metrar.

Ummál er því 14 metrar. Athugið að í ummáli teljum við hliðarnar á litlu ferningunum en ekki ferningana sjálfa, þess vegna getur litið út eins og við séum að telja hornin tvisvar.