Um vefinn
Vefnum Glósubók Gunnars fylgir greinargerð, sem birt er í Skemmu og lýsir hugmyndum og vinnu að baki honum. Vefurinn ásamt greinagerðinni er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennslu með áherslu á stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2024.
Hugmyndin að baki vefnum er að bjóða upp á skýringar í stærðfræði, bæði í texta og myndböndum. Á vefnum má finna skýringar á ýmsum hugtökum og aðferðum í rúmfræði en í framtíðinni er ætlunin að bæta meira efni um stærðfræði jafnt og þétt við vefinn.
Sem grunn- og framhaldsskólanemandi nýtti ég mér gjarnan til stuðnings við heimanám ýmis skýringarmyndbönd sem kennarar höfðu lagt út á YouTube. Fannst mér vanta ákveðið skipulag utan um slík myndbönd og má segja að vefurinn sé svar mitt við því. Ég vona að hann nýtist sem flestum, bæði nemendum og kennurum, hvort svo sem er við heimanám eða nám og kennslu í skólastofu.
Gunnar Ásgrímsson