Flatarmál
og ummál hrings
Flatarmál hrings er fengið með því að margfalda geisla hringsins í öðru veldi með pí. Geisli er stundum kallaður radíus og yfireitt táknaður með r.
Ummál hrings er fengið með því að margfalda þvermál hrings með pí.
Sýnidæmi
Hvernig er fundið flatarmál fyrir hring með þvermálið 8 sentimetrar?
Fyrst þurfum við að finna geisla hringsins, okkur er gefið að þvermál hringsins sé 8 sentimetrar (cm). Þar sem að geisli er alltaf helmingur þvermáls vitum við að geislinn hlýtur að vera 4 sentimetrar (cm). Þá getum við fyllt inn í formúluna um flatarmál hrings. 4 sentimetrar í öðru veldi sinnum pí eru 16 pí fersentimetrar sem námundast að 50 fersentimetra.
Hvernig er fundið ummál fyrir hringinn?
Við fáum gefið þvermálið og getum því fyllt inn í formúluna um ummál hrings. 8 sentimetrar sinnum pí námundast að 25 sentimetrum.