Flatarmál og ummál rétthyrnings

Flatarmál rétthyrnings er fengið með því að margfalda hliðarlengdir rétthyrningsins saman. Flatarmál = lengd * breidd.

Ummál rétthyrnings er fengið með því að leggja saman allar hliðarlengdir rétthyrningsins saman. Ummál = lengd + breidd + lengd + breidd.

Sýnidæmi

Hér til hægri er rétthyrningur með hliðarlengdir 4 og 6 sentimetrar.

Hvernig er fundið flatarmál fyrir rétthyrning með hliðarlengdir 4 sentimetrar og 6 sentimetrar?

Þegar við erum að finna flatarmál þá margföldum við lengd og breidd, við skulum því segja að lengdin sé 4 sentimetrar og að breiddin sé 6 sentimetrar. 4 sentimetrar sinnum 6 sentimetrum eru 24 fersentimetrar.

Hvernig er þá reiknað ummál rétthyrningsins?

Þegar fundið er ummál eru allar hliðar rétthyrningsins lagðar saman. Ummálið er því 20 sentimetrar.