Gráður í hring

Gráður eru mælieining sem við notum til þess að mæla horn. Gráður eru byggðar á hring, hring má skipta líkt og köku í 360 sneiðar, 360 gráður (360°).

Horn hverrar sneiðar er 1 gráða og fjöldi gráða í horni segir okkur hve stórt hlutfall það er af heilum hring.

Sýnidæmi

Þar sem að heill hringur er 360°, hve margar gráður eru þá í þriðjungi (1/3) af hring?

Til þess að finna stærð á horni í broti eða hluta af hring margföldum við heildarstærð hrings með brotinu eða hlutanum sem við erum að leita að.