Gráður í marghyrningum
Til þess að finna heildargráðufjölda í mismunandi marghyrningum getum við notað einfalda formúlu þar sem n stendur fyrir fjölda horna á marghyrningnum.
En af hverju notum við þessa formúlu? Hún endurspeglar í raun hversu marga þríhyrninga þarf til þess að búa til marghyrninginn. Þeir eru alltaf tveimur færri en hornin. Svo eru samtals 180° í hornunum þremur í hverjum þríhyrningi. Hornin í þríhyrningunum fylla hornin í marghyrningnum og hljóta því að vera samtals jafnmargar gráður og hornin í marghyrningnum. Við þurfum því ekki annað en að margfalda 180° með fjölda þríhyrninganna. Þannig má reikna út hvað hornin í marghyrningum eru margar gráður.
Sýnidæmi
Á myndinni hér til hliðar er fimmhyrningur og eins og myndin sýnir þarf þrjá þríhyrninga til að mynda hann.
Stoppmerki er réttur átthyrningur. Hvað þarf marga þríhyrninga til að mynda hann? Og hver er þá heildargráðufjöldi í stoppmerki?
Stoppmerki hefur átta horn. Þá setjum við 8 inn í formúluna okkar í staðin fyrir n.
Þá sjáum við að það þarf sex þríhyrninga til að mynda átthyrninginn og það þýðir að heildargráðufjöldi hornanna í stoppmerkinu er 1080°.
En hve stórt er þá hvert og eitt horn í stoppmerkinu?
Þá deilum við heildargráðufjöldanum með fjölda horna.
Hvert horn er þá 135°.