Rúmmál kúlu

Formúlan til að finna rúmmál kúlu getur litið skringilega út og þarf aðeins flóknari stærðfræði en verður farið í hér til þess að útskýra hana. Það stoppar okkur samt ekki í því að nýta okkur hana.

Formúlan er fjórir þriðju sinnum pí sinnum geisli í þriðja veldi.

Sýnidæmi

Segjum að við viljum reikna út rúmmálið í bolta sem hefur þvermálið 12 sentimetra.

Ef að þvermálið er 12 sentimetrar þá er geislinn 6 sentimetrar. Við getum þá sett 6 sentimetra (6cm) inn í staðinn fyrir r í formúlunni okkar.

Við fáum út að rúmmál boltans er tæplega 905 rúmsentímetrar.
Það er örlítið meira en 9 desilítrar.