Rúmmál pýramída

Til að finna rúmmál pýramída þurfum við fyrst að kunna að finna rúmmál rétts strendings. Rúmmál pýramída er alltaf þriðjungur af rúmmáli rétts strendings sem hefur sömu hæð og sama flatarmál grunnflatar og pýramídinn.

Formúlan til að finna rúmmál pýramída er flatarmál grunnflatar sinnum hæð pýramídans deilt með þremur.

Sýnidæmi

Hér til hægri er pýramídi, grunnflötur hans hefur hliðar af lengd 15 metra og hæðina 8 metra.

Við byrjum á að reikna út flatarmál grunnflatar. Þá margföldum við hliðar grunnflatarins saman.

Flatarmál grunflatar er 225 fermetrar. Þá vitum við hvað kemur inn fyrir G í formúlunni okkar. Fyllum þá restina inn.

Rúmmál pýramídans er 600 rúmmetrar.