Rúmmál sívalnings
Að finna rúmmál sívalnings er ekki ólíkt því að finna rúmmál réttra strendinga, þar sem að flatarmál grunnflatar er margfaldað með hæð. Í sívalningum er grunnflöturinn alltaf hringur.
Formúlan til að finna rúmmál sívalnings er geisli hrings í öðru veldi sinnum pí sinnum hæð sívalningsins.
Sýnidæmi
Hér til hægri er sívalningur sem hefur geisla af stærðinni 8 sentimetra og hæðina 30 sentimetra.
Við setjum geislann okkar í annað veldi og margföldum með pí, það gefur okkur flatarmál hringsins, svo margföldum við það með hæð sívalningsins.
Rúmmál sívalningsins námundast að 6032 rúmsentimetrar.
6032 rúmsentímetrar eru jafnt og rétt rúmlega 6 lítrar.