Topp-, grann- og lagshorn

Topphorn hafa sameiginlegan oddpunkt og arma sem ekki eru sameiginlegir heldur framhald  hver af öðrum. Topphorn eru alltaf jafn stór.

Grannhorn eru tvö horn með oddpunkt og annan arminn sameiginlegan. Hinir armarnir tveir mynda beina línu. Summa grannhorna er alltaf 180°.

Lagshorn eru tvö horn með sameiginlegan oddpunkt og arm sem skiptir réttu horni á milli þeirra tveggja. Summa lagshorna er alltaf 90°.

Sýnidæmi

Hér til hægri er þríhyrningur þar sem við vitum ekki stærð allra hornanna. Hver eru gildi allra hornanna í þríhyrningnum?

Okkur er gefið að eitt hornið sé 55°.

Við vitum að topphorn eru alltaf jafn stór, þá er annað óþekktu hornanna 90°.

Til að finna þriðja hornið notum við regluna um grannhorn. Grannhorn hornsins sem við erum að finna er 145°. Við drögum stærð þess frá 180° og fáum að síðasta hornið er 35°.