Yfirborðsflatarmál keilu
Keila er samansett úr tveimur formum. Grunnflötur hennar er hringur, en ef við fletjum út toppinn á keilu sjáum við að við höfum hringgeira. Hringgeiri er hluti af hring.
Til eru fleiri en ein leið til að finna yfirborðsflatarmál keilu. Hér verður farið yfir hvernig hægt er að reikna það ef vitað er hver geisli hringsins er og hver geisli hringgeirans er.
Til að finna yfirborðsflatarmál keilu leggjum við saman flatarmál grunnflatar við flatarmál hringgeirans.
Flatarmál grunnflatar, sem er hringur, er fengin með því að margfalda geisla hans í öðru veldi við pí.
Flatarmál hringgeirans er svo fengið með því að margfalda geisla grunnflatarins við hliðalengd geirans (sem er geisli hans) og pí.
Ef að við leggjum þessar tvær formúlur saman fáum við heildarformúlu til að finna yfirborðsflatarmál keilu.
Sýnidæmi
Hér til hægri er keilulaga tjald með geisla grunnflatar að lengd 5 metrar og hliðarlengd hringgeirans 13 metrar. Hvert er yfirborðsflatarmál þess?
Geisli grunnflatar, 5 metrar (5m), fer inn í formúluna okkar í staðinn fyrir r.
Hliðarlengd hringgeirans, 13 metrar (13m), fer inn í formúluna okkar í staðinn fyrir s.
Yfirborðsflatarmál tjaldsins er þá 282 fermetrar að meðtöldum grunnfleti. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sundurliðun á útreikningi.