Yfirborðsflatarmál kúlu

Formúlan til að finna yfirborðsflatarmál kúlu getur litið skringilega út og þarf aðeins flóknari stærðfræði en verður farið í hér til þess að útskýra hana. Það stoppar okkur samt ekki í því að nýta okkur hana.

Formúlan er fjórir sinnum pí sinnum geisli í öðru veldi.

Sýnidæmi

Hér til hægri er bolti með geislann 6 sentimetrar. Hvert er yfirborðsflatarmál hans?

Geisli boltans er 6 sentimetra, við skulum setja 6cm inn í formúluna okkar.

Yfirborðsflatarmál boltans er þá 452 fersentimetrar.