Einslæg horn
Einslæg horn eru horn sem að liggja eins á sameiginlegri línu en eru ekki með sama oddapunkt.
Ef að samseiginlega línan sker tvær línur sem eru samsíða hvor annarri þá eru einslæg horn jafngild.
Ef við vitum að einslæg horn sitja á samsíða línum getum við nýtt okkur það sem við vitum um hornin á annarri línunni til að greina stærð hornanna á hinni línunni.
Sýnidæmi
Hér til hægri eru tvær samsíða línur sem hafa sameiginlega línu sem sker þær báðar. Með því að nota reglur um einslæg, topp-, og grannhorn getum við fundið stærðirnar á öllum óþekktu hornunum.
Með reglu um einslæg horn vitum við að hornið f er jafnt og samsvarandi horn á efri línu, 45°.
Með reglu um grannhorn vitum við að horn a er fundið með því að draga stærð hornsins sem við þekkjum frá 180°.
Hornið a er því jafnt og 135°. Þar sem að hornið e er einslægt við a er það líka 135°.
Hornið d er topphorn á móti upprunalega horninu okkar og eru þau því jafn stór, 45°. Hornið h er svo einslægt við hornið d og því líka 45°.
Hornið c er grannhorn við upprunalega hornið, en líka topphorn á móti a, það gerir það 135° að stærð. Hornið g er svo einslægt við c og það er því líka 135°.
Þá erum við búin að finna stærðirnar á öllum hornunum. Upprunalega hornið og hornin d, h, og f eru 45° og hornin a, c, f, og h eru 135°.