Yfirborðsflatarmál sívalninga
Til að finna yfirborðsflatarmál sívalninga þurfum við að kunna að finna flatarmál og ummál hrings. Formúlan er svona, við leggjum saman flatarmál grunnflatanna við flatarmál möttulsins.
Möttull er sveigða hliðin í sívalningum sem tengir saman grunnfletina. Flatarmál möttulsins fæst með því að margfalda ummál grunnflatar við hæð sívalningsins.
Við getum sett formúlu fyrir ummál hrings inn í formúlu um flatarmál möttuls og fengið þvermál hrings sinnum pí sinnum hæð sívalnings.
Sýnidæmi
Hér til hægri er sívalningur sem hefur hæðina 30 sentimetra og geisla grunnflatanna að lengd 8 sentimetra.
Hvert er yfirborðsflatarmál hans?
Byrjum á að finna flatarmál grunnflatanna. Formúlan fyrir ummál hrings er geisli í öðru veldi sinnum pí. Geislinn okkar er 8 sentimetrar.
Flatarmál eins grunnflatar er þá 201 fersentímeter.
Næst skulum við finna flatarmál möttulsins. Til þess þurfum við að vita þvermál hringsins, þvermál er alltaf tvöfallt stærra en geisli. Tvöfalt meira en 8 sentimetrar eru 16 sentimetrar. Setjum það þá inn í formúlu fyrir flatarmál möttuls, þar sem þvermál hrings er 16 sentimetrar og hæð svíalnings er 30 sentimetrar.
Flatarmál möttulsins er þá 1508 fersentímetrar.
Þá leggjum við saman flatarmál grunnflatana og möttulsins. Við pössum okkur að leggja flatarmál hringsins við tvisvar þar sem að það eru tveir grunnfletir í svíalningnum.
Yfirborðsflatarmál sívalningsins er þá 1910 fersentímetrar.