Rúmmál keilu
Til að finna rúmmál keilu þurfum við fyrst að kunna að finna rúmmál sívalnings. Keila hefur alltaf þriðjung rúmmáls sívalnings sem hefur sömu hæð og eins grunnflöt. Þetta er alveg eins hlutfall og er á milli pýramída og réttra strendinga.
Formúlan til að finna rúmmál strendinga er eins og formúlan fyrir rúmmál pýramída, nema grunnflöturinn okkar er hringur. Formúlan er flatarmál hrings sinnum hæð keilunnar deilt með þremur.
Sýnidæmi
Segjum að við viljum reikna út rúmmálið í tjaldi sem er keilulaga. Við vitum að það er 12 metra hátt í miðjunni og að það er 10 metra langt þar sem það er lengst.
Miðað við það sem okkur er gefið vitum við að tjaldið hefur hæðina 12 metrar og þvermál hringsins sem gerir botn tjaldins er 10 metrar. Við finnum geisla hrings með því að deila þvermáli með tveimur.
Geisli hringsins er þá 5 metrar. Við setjum inn 5m fyrir r formúlunni okkar,
og 12m inn fyrir h.
Rúmmál keilunnar er þá rúmlega 314 rúmmetrar.